31.1.2008 | 01:58
Gölnu Gaukarnir
Skemmtilegt orðatiltæki sem annar leikstjórinn minn lét út úr sér. Skemmtilegt að vinna með svona frjóu fólki.
Það er svo sannarlega allt galið hjá Gaukunum en það vissi hún ekki þegar þetta kom frá henni. Einn fór af æfingu í gær í sjúkrabíl, annar er kominn í einangrun á sjúkrahúsi vegna sýkingar, tveir liggja með hita og flensu heima og ein með gubbupest. Snargeggjað lið í þessu Gaukshreiðri og mikið um að vera púlsinn á fullu á öllum póstum.
Er þó bjartsýn um að allt gangi þetta nú upp í næstu viku og eitt get ég lofað ykkur að þetta verður góð sýning. Og hin með Fjórum stólum og Hundi í óskilum verður ekki síðri. Ætli ég verði svo ekki bara lögð inn eftir þetta allt saman.......
Fylgjast svo með þegar plöggin fara að dynja yfir svo þið missið ekki af neinu
Æ já með bannerinn má ekkert vera að því að laga þetta vill ekki virka í réttri stærð.....
Athugasemdir
Vona að þetta gangi allt vel, en mikil ósköp dynja á ykkur.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.