31.1.2008 | 23:41
Og allir halda sjó
Í kvöld var æfing að venju og vitir menn þeir sem voru veikir eru allir komnir nema einn, hún er á batavegi. Einn var reyndar að veikjast en ætlar að liggja í rúminu á morgun og ná því úr sér. Nú er vika í frumsýningu Hjólastólasveitarinnar og rúm vika í frumsýningu Gaukshreiðursins. Allt er að skríða saman og ég bara bjartsýn á að endaspretturinn verði heillaríkur.
Sit grimmt við vefsmíðar milli æfinga og prinsessan var í gær búin með Harry Potter 3. Það er meiri en ein á dag síðan lestraráætlunin mikla fór í gang. Móðir hennar lýsir þessu skemmtilega hér
Athugasemdir
Þetta voru góðar fréttir. Vonandi gengur allt vel áfram.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 00:10
það er alltaf sama fjörið hjá þér (og ykkur)
Jóna Á. Gísladóttir, 1.2.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.