Klikkuð og hef gaman af því.....

Já hvað gerir maður þegar maður hefur of mikið að gera á sömu stundinni, jú fer að blogga þar sem ekki er sjéns á að hugsa á hvaða verki eigi að byrja. Klikkun já sammála.

Búin að vera í símanum, msn, tölvusambandi og talandi við eiginmanninn, dótturina, báða leikstjórana, hönnuðinn, stjórnarmeðlim og örugglega fleiri allt síðustu tvo tímana. Mörg aðkallandi verk sem þarf að svara og ýmislegt sem þarf að hugsa og fara yfir er orðin svo rugluð að ég veit ekkert hvað á að gera næst.

Sunnudagur til sælu jú sæla dagsins fólst í því að við hjónakornin gátum stolið þrem tímum að mestu frá leiklistinni og eldað þessa fínu pörusteik og boðið börnunum og viðhengjum í mat. Þurfi reyndar að svara símanum nokkrum sinnum en dásamlegt samt.

Sé fram á að allt gangi upp og að viku liðinni verði ég í spennufalli eftir tvær frumsýningar.

Elska ykkur öll ekki taka mig ykkur til fyrirmyndar þetta er bráðóhollt þó skemmtilegt sé :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þu ert nú algjör orkubolti, held að þú sért bara sprengja.  Ekki klára orkuna.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 15:20

2 identicon

Hæ hæ - láttu mig endilega vita ef ég get eitthvað gert svona á síðustu metrunum til að létta undir..

Er búin að ná að redda 2 hlutum af þeim 3 sem ég átti að redda ;)

En bíddu við eru 2 leikstjórar??Hef misst af einhverju...Kveðja María

María (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband