14.2.2008 | 15:58
Spennufall og þreyta
Jæja loksins smá pása þó ekki nema í þrjá tíma. Síðastu vikur eru búnar að vera eins og einn samfelldur rússibani. Vorum fyrir viku með Hjólastólasveitina á Hafnarhúsinu á Vetrarhátíð í tengslum við List án landamæra. Þar brilleruð þau fyrir stöppuðu húsi og eru komin með aðdáandahóp. Já það lítla verkefni er að vinda uppá sig og er bara tómt stuð. Nú er verið að huga að næstu skrefum og leita að fjármagni til að láta draumana rætast.
Á laugardaginn frumsýndum við svo Gaukshreiðrið hjá Halaleikhópnum og önnur sýning var í gær. Það er búið að ganga stórkostlega líka og viðbrögð áhorfenda frábær. Endilega ekki missa af þeirri sýningu. Sýningarplanið og allar upplýsingar er að finna á www.halaleikhopurinn.is. Að sjálfsögðu var vel heppnað frumsýningarpartý á eftir fram eftir morgni. Mikið stuð og gaman.
Mikið er líka búið að vera að gera í nefndarstörfum, skil ekki hvernig ég álpaðist í allar þessar stjórnir og nefndir sem allar þurfa helst að hittast og gera stóra hluti á sama tíma.
En þetta er líf mitt í hnotskurn þessa dagana. Og viðurkenni að ég er orðin langþreytt og búin að setja mér það markmið fyrir næstu viku að hvíld sé í forgang fram yfir allt annað.
Athugasemdir
Mér finnst þú algjör sprengja í vinnu og félagsstarfi. Kveðja til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 01:11
Hvar er leikritið sýnt? Ég sé ekki að það standi neins staðar á síðunni, kannski á maður bara að vita það...
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2008 kl. 20:11
Takk fyrir góða ábendingu Gréta Björg.
Gaukshreiðrið er sýnt í Halanum sem er húsnæði í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 105 Rvk. gengið inn að norðanverður þar sem stendur sundlaug fyrir ofan dyrnar. Við hliðina á Silfur sport þar sem Góði Hirðirinn var áður.
Þar höfum við æfinga og sýningahúsnæði.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 15.2.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.