Ábyrgðarleysi fjölmiðla !!!

Nú er svo komið að prentmiðlar landsins birta ekki fréttatilkynningar. Eru allir löngu hættir að senda gagnrýnendur vegna sýninga áhugaleikhúsa. Mér finnst þetta mikið ábyrgðarleysi fjórða valdsins. Sem er hægt og sígandi að murka lífið úr menningunni sem sprottin er upp í grasrótinni. mbl.is birti heldur ekki fréttatilkynningar frá okkur. En visir.is gerði það og kom að auki með umfjöllun. Og er eini fjölmiðlamiðillinn sem stóð sig þegar við frumsýndum Gaukshreiðrið hjá Halaleikhópnum 9. febrúar sl.

Við fengum fréttatilkynninguna birta á leikhus.is, leiklist.is, sjalfsbjorg.is, gedhjalp.is og visir.is og eiga þau öll þakkir skilið. En mér finnst skömm að því hvernig prentmiðlar landsins geta hagað sér. Hvernig í ósköpunum eiga áhugaleikhúsin um land allt að lifa ef þau fá ekki umfjöllun. Þarf virkilega alltaf að vera nauðgun, ofbeldi eða skandall til að ná inn á síður blaðanna?

Í áhugaleikfélögum um land allt er mikil gróska og mikil vinna sem öll er unnin í sjálfboðavinnu. Mikið og gefandi starf sem hefur hjálpað mörgum einstaklingum til að auka sjálfstraust sitt og vaxa og dafna. Öll eru þessi félög rekin á styrkjum sem félagar leita dyrum og dyngjum að eins og maurar á mauraþúfu og svo ómældri sjálfboðavinnu. Þessi félög halda uppi mikilli menningarstarfsemi sem er mikils virði fyrir hvert sveitarfélag. Mörg hver styðja þau dyggilega við leiklistina líka. Í höfuðborginni er þetta snúnara þar sem margir eru um hituna.

Mitt leikfélag Halaleikhópurinn hefur lyft grettistaki í að brjóta niður fordóma. Á leiksviði okkar mætast fatlaðir sem ófatlaðir og vinna saman sem einn maður. Þar er rekin félagsmiðstöð árið um kring. Síðast liðin 15 ár höfum við sett um að minnsta kosti eina stóra sýningu á hverju ári, sýningu sem er margra vikna og mánaða vinna að baki. Þar koma inn ólíkir einstaklingar og hæfni hvers og eins fær að njóta sín. Við höfum verið með leiklistarnámskeið á hverju ári þar sem aðgengi hreyfihamlaðra að leiklistarskólum okkar hefur ekki verið viðunandi. Auk þess erum við með ýmsar uppákomur og margvísleg starfsemi á rætur sínar að rekja í frjótt starf leikhópsins.

Á árum áður fengum við alltaf birtar fréttatilkynningar þegar við hófum æfingar, réðum leikstóra, frumsýndum og oftast á miðju leiktímabili líka. Auk þess að fá gagnrýnendur í heimsókn sem fjölluðu um sýningar okkar í blöðunum. Nú er öldin önnur og vonlaust að komast inn í fjölmiðlana nema kaupa sig inn og því höfum við alls ekki efni á. Ég veit að margir bíða eftir að sjá gagnrýni áður en þeir koma á sýningar. Enda hafa þær alltaf verið góð auglýsing fyrir okkur.

Ekki það að ég sé að kvarta yfir aðsókn. Hún er búin að vera góð á þeim fimm sýningum sem þegar hafa verið. En er bara örg út í prentmiðlana og mbl.is. ´

Meira um Halaleikhópinn og Gaukshreiðrið HÉR 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leiðinlegt að öllum fjölmiðlum skuli ekki þykja sjálfsagt að segja frá þessu. Held stundum að þeir vilji bara æsi fréttir.  Gangi ykkur allt í haginn.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er ömurlegt.

En gangi ykkur áfram vel með það sem þið eruð að gera.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Já, þetta er furðulegt með fréttatilkynningarnar, við áttum hlut í einni um daginn sem ekki var birt heldur. Ég er alveg sammála þér og hneyksluð á að verkefni sem ykkar hafi ekki fengið meiri umfjöllun. Vona að það breytist. Baráttukveðjur!

Laufey Ólafsdóttir, 24.2.2008 kl. 03:49

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er skrýtið með þessa gagnrýni og ekki bara áhugaleikhúsa. Nú fá myndlistarmenn ekki gagnrýni lengur, hjá Mogganum, nema eitthvert gallerí bjóði þeim að sýna frítt og það er sko ekki sama hvaða gallerí það er.

Kannski er þetta af því Mogginn er svo blankur. Hann er alltaf á leiðinni á hausinn og þeirað spara? 

Svava frá Strandbergi , 25.2.2008 kl. 00:06

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heyr, heyr,

Þetta kannast ég við, sem formaður leikfélags á landbyggðinni.  Látum þetta samt ekki hafa áhrif á okkur, þetta er þeirra missir.  Upp með fjörið.  kveðja

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.2.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband