Sorglegt ferli - góðar minningar

Mér finnst það sorglegt að borgin hafi selt þetta gamla virðulega hús. Í því á ég margar góðar minningar sem barn. Þar var ég í æskulýðsklúbb sem Ketill Larssen sá um. Við vorum að leika okkur í leiklist, ferðalögum, stuttmyndum sem voru teknar upp á slide :-) ofl. ofl. Hrikalega gaman. Verst er að ég flutti svo norður í nokkur ár og tapaði tengslunum við alla góðu vini mína í klúbbnum.

Um lóðina já það er mikill missir af henni fyrir borgarbúa. En þegar húsið var selt átti það að vera lýðnum ljóst að lóð fylgdi með. Það er td. ómöguleg að koma bílum að þessu húsi. Vona að það náist sátt um að við borgarbúar fáum að njóta parts af garðinum.

Ég frétti í gær að Ketill væri með myndlistarsýningu í Ráðhúsinu. Allir að kíkja á þann merka mann.


mbl.is Hallargarðurinn falur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála því það er synd að húsið sé ekki lengur i eigu borgarinnar.

Marta B Helgadóttir, 26.2.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband