26.2.2008 | 23:56
Lífið er ljúft og ég á BESTU dóttir í heimi
Ágætlega hefur gengið að fylgja eftir áætluninni um hvíld þessa vikuna, allavega milli sýningardaga. Klæjaði samt í puttana að hefja ný verkefni og fór og keypti lopa í dag og hóf að prjóna lopapeysu á Óskar Inga íþróttaálf.
Talsvert er síðan ég prjónaði peysu síðan eða á annað ár en þá prjónaði ég 3 lopapeysur úr léttlopa í einum rikk uppí í Krika. Fékk nettan fiðring við þetta og hlakka nú óskaplega til sumarsins upp við Elliðavatn.
En aðaltíðindin eru þó þau að dóttir mín hafði samband við mig í vikunni og spurði ósköp sakleysislega hvenær ég væri laus úr leikhúsinu í vor...... Ég hélt ég ætti nú að fara að passa eða eitthvað. En haldiði ekki að besta dóttir í heimi hafi boðið mér í mæðgnaferð til Kaupmannahafnar í apríl. Þar ætlum við 3 ættliðir að spóka okkur, versla..... fara í tívolí og heimsækja Sigrún systir :-) :-) :-)
Hún er búin að plana þetta allt saman og kom mér mjög á óvart. Búin að finna flug, gistingu og læra á lestir svo ég þarf bara að fylgja þeim mæðgum og njóta lífsins. Mikið á ég frábæra dóttir. Hlakka mikið til. Þannig að áður en Kriki opnar í vor verð ég búin að fara tvisvar til Danmerkur. Hver hefði trúað því, og í bæði skiptin hefur einhver annar tekið ákvörðunina. Eins og ég er annars ráðrík, skil ekkert í þessu.
Í kvöld var ég með saumaklúbb og þó Laufabrauð trúi því ekki þá er sko saumað í mínum klúbb. Reyndar var ein að sauma bútasaum, ein að saum út, og tvær að prjóna, ein í flensu og ein á fundi.
Í fyrramálið á ég svo stefnumót við Bryndísi sem ég kynntist í afríku í haust. Mikið hlakka ég líka til þess. Annað kvöld er svo sýning á Gaukshreiðrinu. Þannig að nóg er að gera og ég elska það.
Athugasemdir
kaupmannahöfn í apríl já. kynna sér pleisið. líst vel á það.
ein á fundi og önnur í flensu ha. sé ekki fyrir mér kvensur í saumaklúbb að sauma. þið hafið eitthvað misskilið formið.....
en gott að vita að þú skulir vera á landinu nokkrar vikur á ári. þó ekki séu þær margar.
arnar valgeirsson, 27.2.2008 kl. 00:49
Líf og fjör hjá þér, ég er bíða eftir því að ná heilsu svo ég komst til útlanda, hef ekki farið í 7 ár.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 10:51
oh hvað dóttir þín er yndisleg. Ég fór með dóttir minni til Dublin í oktober og var það alveg æðislegt, enda höfum við ekki gert neitt saman sem talandi er um í mörg ár..Bara frábært
Unnur R. H., 27.2.2008 kl. 11:29
Ég er að fara á Gaukshreiðrið í kvöld með vinkonu minni úr Hátúninu og hlakka sko mikið til!
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.2.2008 kl. 18:29
Já hún er yndisleg þessi dóttir þín.
Bjarni Magnússon, 28.2.2008 kl. 22:00
Takk fyrir skemmtunina á miðvikudagskvöldið var, þetta var alveg frábær sýning, og svo var líka skemmtilegt að hitta þig "í eigin persónu".
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.