Hóstamúsik tekið völdin

Hekla er búin að vera hjá okkur síðan í gær. Hún var búin að hósta stanslaust í 5 tíma greyið þegar hún loks sofnaði í gærkvöldi og var þá að eiginsögn búin að hósta alla nóttina á undan líka. Var orðin algerlega kraftlaus og búin á því. Hellti í hana allskyns hóstasaft, sítrónute og hunangi í massavís. Gaf henni svo panodil og hún sofnaði loksins með tárin í augunum eftir þetta erfiði. Hún var svo lasin í gær að hún gat ekki einu sinni lesið og þá er langt komið.

Blessunin svaf í 11 tíma og vaknaði mjög hissa þegar hún leit á klukkuna. Bjartsýninn komin til baka og hitinn lækkað í nokkrar kommur. Engin matarlist ennþá en hresstist enn frekar við að fara í sturtu. Hóstar nokkuð en með hléum og er farin að kíkja í bók.

Afinn er líka orðinn slappur og liggur fyrir. Ekkert stuð á þessu bæ í dag. Held ég skelli mér bara í leikhús hjá Hugleik í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband