29.2.2008 | 23:11
Frábært Útsýni
Skellti mér í Möguleikhúsið í kvöld að sjá Útsýni hjá Hugleik. Frábært stykki, vel skrifað, klassaleikur og umgjörð öll flott. Þetta er fyrsta leikrit Júlíu Hannam í fullri lengd og ég bara vona að hún haldi áfram á þessari braut. Flott verk. Leikurinn var allur mjög góður. Þráinn Sigvaldason fór á kostum í hlutverki Hlyns að öðrum ólöstuðum. Góð kvöldstund, leiðinlegt að þetta skuli hafa verið síðasta sýningin. Annars myndi ég segja drífa sig. Takk Hugleikur fyrir mig.
Athugasemdir
Ég má til að drífa mig að sjá þetta fyrsta leikrit minnar gömlu skólasystur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.