Frábært Útsýni

Skellti mér í Möguleikhúsið í kvöld að sjá Útsýni hjá Hugleik. Frábært stykki, vel skrifað, klassaleikur og umgjörð öll flott. Þetta er fyrsta leikrit Júlíu Hannam í fullri lengd og ég bara vona að hún haldi áfram á þessari braut. Flott verk. Leikurinn var allur mjög góður. Þráinn Sigvaldason fór á kostum í hlutverki Hlyns að öðrum ólöstuðum. Góð kvöldstund, leiðinlegt að þetta skuli hafa verið síðasta  sýningin. Annars myndi ég segja drífa sig. Takk Hugleikur fyrir mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég má til að drífa mig að sjá þetta fyrsta leikrit minnar gömlu skólasystur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband