4.3.2008 | 16:00
Fékk það óþvegið
Ég varð fyrir sérstakri lífsreynslu í dag. Þar sem ég sat í rólegheitum og prjónaði í félagstarfi sem ég tek þátt í, kom til mín kona og hellti úr skálum reiði sinnar. Þessi kona er alltaf svo ljúf og blíð og hið mesta dyggðatröll. Nú hafði greinilega eitthvað raskað alvarlega jafnvægi hennar og ég fékk gusuna. Jú málefnið snerti mig óbeint en var allt á misskilningi byggt. Konan var svo reið og sár að ég þorði ekki að andmæla einu sinnu. Komst að hinu sanna í málinu þegar hún var farin.
Mér finnst alltaf merkilegt hvernig maður getur minnkað í ekki neitt ef einhver byrstir sig við mann. Vonandi róast konan og sér hvernig málið liggur.
Athugasemdir
Þetta hefur verið óskemmtilegt. Ég vona að þú jafnir þig fljótt. Þú átt væntanlega inni afsökunarbeiðni ef þú hefur ekki átt inni fyrir skömmunum. Kannski verður það hún sem verður lúpuleg næst þegar þið hittist.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:00
Hæ elskan.
Hverjum dettur í hug að valta yfir þig með þessum hætti? Ég á eiginlega engin orð yfir það. Eins ljúf og yndisleg og þú ert. Vona að þú sért nú ekki að taka svona lagað nærri þér.
Knús og kossar á línuna, sakna ykkar alveg ógeðslega mikið
Helga Jóns. (Hálf-Hali)
Helga Jóns (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.