7.3.2008 | 19:34
Hvernig væri að skella sér í Bingó með alla fjölskylduna?
Hið árlega fjáröflunar BINGÓ Ferðafélagsins Víðsýn verður á morgun laugardag kl. 14.00 í Hátúni 10 á 9. hæð. Húsið opnar kl. 13.30.
Spilaðar verða 10 umferðir og er fjöldi glæsilegra vinninga, svo sem: Gisting fyrir tvo á Hótel Eddu, gjafakörfur frá Ölgerðinni, gjafabréf fyrir tvo út að borða á Carpe Diem, gjafabréf í fótsnyrtingu og handsnyrtingu, gjafabréf í leikhúsin og klippingu. Bækur, geisladiskar ofl. ofl.
Spjaldið kostar 500 kr. Veitingar verða seldar á vægu verði. Ath. tökum ekki kort.
Allur ágóði rennur til að niðurgreiða ferðir Víðsýnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Ferðafélagið Víðsýn er félag gesta Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða. Nánari upplýsingar um félagið er að finna á vef RKÍ HÉR
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.