10.3.2008 | 19:30
Dásamlegir bloggvinir
Já vinskapur bloggvina er mjög sérstakur og skemmtilegur. Á blogginu hennar Mörtu smörtu er leshringur, sem ég tek þátt í svona oftast. Við lesum bók og ræðum hana svo í kommentunum mánaðarlega. Nú brá svo við í síðustu lotu að ég gat ekki útvegað mér bókina og setti inn kveðju til hinna í leshringnum, þar sem ég sagðist sitja hjá þessa lotu.
Ég var ekki fyrr búin að því en næsti bloggvinur hann Ágúst var búinn að bjóða mér bókina til láns og ekki nóg með það þessi góði bloggvinur er búinn að koma með bókina og stinga henni í póstkassann minn. Er þetta ekki dásamlegt samfélag.
Takk Ágúst og Marta og hinir leshringsvinir þið eruð æði. Í kvöld mun ég hefja lesturinn.
Athugasemdir
hæ, já góðir bloggvinir, það er auðvelt þar sem þú ert líka yndisleg, það geislar af þér og það smitar út frá sér.kveðja
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.3.2008 kl. 19:12
Æ takk fyrir það Anna Sigríður
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 12.3.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.