17.3.2008 | 17:38
Í tóma rúmi
Nú er allt fallið í dúna logn í félagsmálunum meira og minna. Síðustu sýningu á Gaukshreiðrinu lokið, aðalfundur Víðsýnar búinn, kjörnefnd Sjálfsbjargar lokið störfum og ég vafra hér um íbúðina og veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Þessi vetur hefur verið með þeim annasamari hjá mér, ég er búin að vera að síðan í september í alls kyns verkefnum af hinum ýmsa tegundum. Nú er ég mjög meðvituð um að hvíla mig og það er eitthvað sem ég kann mjög illa við. Er bara eirðarlaus, en strögglast við að gera sem allra minnst.
Ekki það að það séu ekki næg verkefni, jú jú enginn hörgull á þeim en þarf að forgangsraða hvíldinni heilsunnar vegna.
Lokasýningin á Gaukshreiðrinu var á laugardaginn fyrir fullu húsi, sýningin á undan líka stappfull svo það var stuð. Alltaf er mikill söknuður þegar svona miklu verkefni lýkur. Við erum búin að vinna þétt saman 25 manns frá því í nóvember og aðrir 15 komið við sögu á hinum ýmsu tímabilum verksins. Frábær hópur sem mér finnst mikil forréttindi að fá að vinna með. Að sjálfsögðu var heljarinnar lokapartý á eftir fram undir morgun eins og Halar einir gera best.
Framundan er páskafrí sem vonandi nýtist til fjölskyldu og vinahittings á góðum stundum. Ætla viljandi að fresta öllu sem ég get og gera bara það sem mér finnst skemmtilegt og uppbyggjandi fram yfir páska. Þá fer ég kannski að grafa í verkefnahrúgunni og tæma hana fyrir sumarið og Krikann.
Athugasemdir
Getur líka hellt þér í að plana mæðgnareisuna okkar
Sigrún Ósk Arnardóttir, 17.3.2008 kl. 20:19
Gleðilega páska.
Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 11:28
Gleðilega páska Ása Hildur
Ágúst H Bjarnason, 21.3.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.