Handverk klárað og myndað

 

Lopapeysa og húfa

Kláraði í gær að ganga frá þessari lopapeysu sem ég var að prjóna á hann Óskar Inga. Var meira og minna allan gærdaginn að basla við að setja rennilásinn í. Hef aldrei gert það áður, alltaf fengið hana Báru mína til þess. En ákvað að reyna ég hlyti að geta það eins og aðrir. Er mjög stolt af henni og hlakka til að sjá hvort hún passar á guttann. Mynstrið er úr blaði sem ég átti en húfuna skáldaði ég upp í stíl við peysuna. Mér finnst nauðsynlegt að krakkar á þessum aldri eigi húfu í stíl við peysuna.

Ísland

Fór svo í dag og tók myndir af nokkrum skartgripum í viðbót til að setja í albúmið hér við hliðina sem hefur verið vanrækt lengi. Og búin að selja helling sem gleymdist að taka myndir af. Hér er ég mest að leika mér með slípað hraun sem mér finnst ofsa fallegt.

Sprengisandur

Hraun og glerrör

hraun eyrnalokkar

Hraunmolar sem ekki vildu tolla í fókus

hálsfesti og eyrnalokkar

Stál, blátt gler og blóðsteinn áhrif frá afríku þetta var svaka vinsælt þar.

Rómó

Ein rómó

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Mikið er handavinnan þín falleg!

Gleðilega páska

Vilborg Valgarðsdóttir, 21.3.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: arnar valgeirsson

dugleg stelpa. ægir ætti nú bara að panta sér peysu og húfu. nauðsynlegt að hann hafi það í stíl. þú veist, krakkar á þessum aldri....

arnar valgeirsson, 24.3.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Bjarni Magnússon

 Þú ert auðvitað snillingur Ása

Bjarni Magnússon, 26.3.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Rosalega falleg lopapeysa Vissi ekki að það væri hægt að slípa hraun, gerirðu það í höndunum þá ?? Er með svona steinagalna ættingja þar sem ýmislegt hefur verið slípað og skorið EN flott útkoma hjá þér !!!

Kveðja, Sigrún. 

Sigrún Friðriksdóttir, 26.3.2008 kl. 00:48

5 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Þetta er svakalega flott. Ég vissi ekki að þú ættir þetta til en ég er þó ekki hissa

Þráinn Sigvaldason, 26.3.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Bara töff.. lopapeysan er meiriháttar og flott munstur og góð húfa, alveg samála með að þessi krakkar þurfa húfurnar. Svo er bara bannað að setja svona flotta skartgripi fyrir augun á mér  ég verð alltaf jafn sjúk, verð að fara komast í gullin þín til að skoða þau betur.

Helga Auðunsdóttir, 26.3.2008 kl. 23:09

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Rosalega eru þetta fallegir skartgripir hjá þér Ása Hildur. Hefurðu íhugað að ganga í félagið Handverk og hönnun, ég er einn af stofnfélögunum í því, þó ég sé aldrei með neitt á handverkssýningunum. Er öll í myndunum, en hún Katrín Karlsdóttir vinkona mín, sem kenndi í Fjölmennt þegar ég var þar, er stofnfélagi líka og hún hannar fallega skartgripi. Handverk og hönnun heldur reglulega sýningar.

Svava frá Strandbergi , 28.3.2008 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband