Leiklist ofl.

húfa og vettlingar

Í dag er alþjóðlegi leiklistardagurinn. Í dag finn ég til mikils trega. Í gær hittist allur hópurinn sem tók þátt í Gaukshreiðrinu og fór yfir stöðuna. Hugmyndin var að koma á aukasýningum. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka og miklar lausnir enduðum við samt á þeirri niðurstöðu að þessu væri lokið þetta leikárið. Aukasýning væri ekki möguleg af ýmsum ástæðum. Hópurinn var svo magnaður svo heilsteyptur og flottur og stóð svo vel saman um að finna allar mögulegar lausnir á þeim vanda sem blasti við. Ekki einn maður sagði er ekki komið nóg, eða ég er orðin þreyttur, eða ég nenni þessu ekki eða bara neitt í þá áttina eins og stundum hefur verið þegar fólk er búið að vinna í ákv. verkefni, sem að auki er mjög krefjandi, mánuðum saman. Í þessu tilfelli síðan í byrjun nóv. 2007. Frábær hópur sem var mikil forréttindi að fá að vinna með. Þegar niðurstaðan var fengin fór hópurinn að taka sýninguna niður, ganga frá öllu mögulegu og ómögulegu og taka til og allir með bros á vör en trega í augum.

Jæja en setti hér fyrir ofan mynd af húfunni og vettlingunum sem ég kláraði í vikunni. Allt í stíl. Nú bíð ég bara spennt eftir myndum af Óskari Inga í þessu öllu saman, en hann hefur ekki verið myndahæfur undanfarið vegna hlaupabólu. Sonurinn er búinn að panta næstu peysu vil hauskúpumynstur.... Á einhver uppskrift? annars skálda ég  hana bara upp.

Í dag fór ég á stússflakk til að dreifa huganum frá treganum. Skutlaðist sem leið lá í Vin nema hvað. Þar fórum við Bjögga að funda smá vegna Danmerkurferðarinnar þeirra seinni hjá mér þetta árið í maí. Skellti mér svo á samráðsfund geðathvarfanna á höfuðborgarsvæðinu í Læk í Hafnarfirði. Alltaf hressandi að hitta hina. Helst fréttirnar úr þeim bransa eru að það er allt að gerast í Björginni í Keflavík og mikið spennandi starf og flutningar í uppsiglingu þar. Svo var verið að kynna fyrir okkur List án landamæra heilmikið spennandi þar svo engum ætti að leiðast í vor.

Fór svo í Halastúss að eyða peningum áður en fjárhagsárinu lyki :-)

Keypti í leiðinn nýja hátalara fyrir minn heittelskaða við tölvuna hans.

Seinniparturinn og kvöldið hefur svo farið í stórþvotta einn mikinn. Jú jú það þarf að þvo alla búningana úr leikritinu og gess hu......

Er komin í startholur að gera það sem mér finnst allra allra leiðinlegasta djobb ever.......jú skattskýrslan, þoli það ekki og bara get ekki byrjað. Sótti þó um frest.... hef nokkra daga enn en þeim fer fækkandi. Hver veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Ég veit þó á hverju hann byrjar. Ætla í fótsnyrtingu í fyrsta sinn á ævinni. Fékk gjafabréf í afmælisgjöf í haust og nú er kominn tími til að nota það. Á reyndar fleiri gjafabréf ónotuð og loforð um leikhúsferð ofl. svo kannski maður helli sér bara í dekur .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Flott húfusett

Ég get ekki prjónað en ég er búin að skila skattskýrslunni... 

Ísdrottningin, 28.3.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband