Malaði eins og Kisa

Þetta var góður dagur. Byrjaði á fótadekri svo nú er ég eins og ungbarn á hælunum. Þegar heim kom fór minn heittelskaði að tala um kreppuna og verðhækkanir og ma. að bjórinn myndi hækka um helgina!!!

Svo ég bara dreif hann í Kringluna til að birgja upp heimilið af bjór fyrir Kreppuna. Úr varð hin mesta verslunarferð. Komum heim hlaðin pokum eins og við hefðum verið í útlöndum. Dró hann inn í herrafataverslanir að skoða fermingarföt (hann er svo nettur þessi elska) Og fundum ein sem smellpössuðu, keyftum líka stakar buxur. Mér fannst ég ansi góð að fá hann í þetta, því hann er ansi sparsamur í fatainnkaupum þessi elska.

En toppurinn á innkaupaferðinni var samt að ég fann loks skó á mig svo ekki fer ég á táslunum til Köben. Margra mánaða leit bar loks árangur. Keyptum líka lopa í peysu á prinsinn.

Þegar heim kom var ég svo sæl að ég skellti mér í sófann þar sem sólin skein skært inn. Umm sá hiti og notalegheit. Fyrr en varði var ég farin að mala eins og köttur. Steinsofnaði sem er afar sjaldgæft að ég geti um miðjan dag, og það án kæfisvefnsgómsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Á svo að fara með innkaupin í svartamarkaðsbrask eftir yfirvofandi verðhækkanir? Selja krónu ódýrara eins og tíðkast hjá þeim hörðustu?

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 29.3.2008 kl. 09:26

2 identicon

Hæ Ása Hildur, kíki nú alltaf reglulega inn á síðuna þína, en aldrei kvittað. En mig langar til að segja þér frá smá stússi sem ég er byrjuð á, kíktu inn á www.gogo.is.

Ég ætla að halda opið hús og kynna fatnaðinn, sendi þér póst ef þú vilt kíkja og fá þér kaffisopa.

kv.Hafdís

Hafdís (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband