Þungu fargi af mér létt

Skattskýrslan er alltaf jafn hræðilega mikill baggi á mér. Skil ekki hversu mér reynist þetta alltaf erfitt, sérstaklega að byrja á verkinu. Þetta er búið að liggja á mér eins og þung mara undanfarið. Í gær var ég öll ómöguleg og var meira og minna undir sæng og lágt á mér risið þann daginn. Merkilegur fjandi. Dreif svo í þessu áðan og var enga stund að rumpa þessu af og fyrir prinsinn líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Þetta er eitthvað sem við miklum fyrir okkur en svo er þetta lítið mál þegar farið er á stað

Helga Auðunsdóttir, 31.3.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er orðið svo auðvelt í dag þegar mestallt er forskráð í framtalið. Samt dró ég þetta í lengstu lög og mikið var ég feginn þegar ég sendi samviskuna endanlega frá mér í gærkvöld.

Ágúst H Bjarnason, 31.3.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband