12.4.2008 | 11:36
spennan eykst
já nú er farið að telja hressilega niður og spennan í okkur mæðgnaþrenningunni að magnast verulega. Nú eru ferðatöskur komnar uppá borð og þvottavélar ganga á fullu á báðum heimilum. Tilhlökkun þeirrar stuttu er þó sínu mest, alveg að springa. Þetta á örugglega eftir að verða góð ferð og gott fyrir okkur þrjár að fá að vera saman og þurfa bara að hugsa um skottið á sjálfum okkur.
Við fórum í gær yfir alla skipulagningu og allt gengur vel. Búnar að búa okkur til tossalista með ýmsum upplýsingu. Við ætlum að vera duglegar að ferðast um með lestunum og ætlum á nokkra staði. Allt stefnir í að við munum eiga stefnumót við fleiri ferðalanga auk Sigrúnar systur í Tívolíinu.
Við hjónin skottuðumst á hæfileikakeppni hjá Sjálfsbjörg sem NÝ-UNG stóð fyrir í gærkvöldið og var þar fullt af hæfileikaríku fólki. Og talsvert af fjöllistamönnum sem var bara stuð. Svo var karokee á eftir.
Á sunnudagskvöldið ætlum við að skella okkur í Óperuna á Cosi fan tutte, sem vinkona okkar hún Ágústa Skúladóttir er að leikstýra. Það verður í fyrsta sinn sem ég fer í óperu. Svo verður bara skellt sér í smá lúr eftir það áður en haldið er í flugið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.