4.5.2008 | 23:39
húge súgséss
eins og maðurinn sagði......
Var að koma í bæinn á adrenalínflippi eftir viðburðaríka helgi norður í Skagafirði.
Það var þing BÍL sem ég sótti. Gott og vinnusamt þing í dásamlegum félagsskap, þar sem stjanað var við mann á ýmsan hátt.
Með í för norður var Stebba frá Halanum og Gunsó Halapeð eins og við köllum hann hér eftir og Gulli peð sem er fyrrum hali...... Skrautlegir ferðafélagar í meira lagi......
Hið óvænta gerðist !!!! við í Halaleikhópnum unnum keppnina um athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins 2008...........
Þvílíkur heiður og þvílík spenna. Þetta kom mér mjög á óvart, ekki það að ég tryði ekki á sýninguna okkar Gaukshreiðrið heldur hafði frekar litla trú á fyrirkomulagi keppninnar.
Fagnaðarlátum okkar Halafélaga og Peða ætlaði seint að linna og sannleikurinn var lengi að síast inn. Já ég er ekki enn alveg viss um að þetta sé satt, ætla að tékka á þessu þegar ég verð búin að sofa í eigin rúmi eina nótt eða svo.....
Ferðasagan í mýflugumynd er svona:
Pikkaðir upp tveir ólofaðir gæjar í Halakaggann, brunað í ríkið, rennt norður á Sauðárkrók á Sæluviku, út að borða, Peðsformaður pikkuð upp, faríð í leikhús á Króknum, farið að Bakkastöðum, djammað, sofið borðað og fundað og fundað og fundað um leiklist jú smá næring líka. Pása smá leggja og extreme makeover, hátíðarkvöldverður, leiklist og ræður, Tinna og keppninni, sigur í höfn, spenna, spenna og gleði og spenna, sími, sími, sími, Geirmundur í skagfirskri sveiflu, sími, djamm, spennufall, svefn, morgunmatur, fundur, greidd atkvæði í gríð og erg, matur, pakkað í halakaggann m.a. 3 peðum í skottið, keyrsla, sími, fundur á bar!!! heim, sími, uppfærsla á vefnum www.halaleikhopurinn.is með nýjustu fréttum, sími, blogg.
Það sem þetta ævintýri okkar hefur í för með sér er að mér skilst á mér vitrari mönnum að við erum að fara að sýna Gaukshreiðrið í Þjóðleikhúsinu í júní. Ég sem hélt ég væri að sigla inn í rólegheitavor.........
ja hver hefði átt von á þessari atburðarrás
Athugasemdir
en gaman að þú getir loksins farið að slappa af.....
hjartans hamingjuóskir. vorum einmitt að ræða þetta hér við mikinn fögnuð.
við setjum upp plan yfir tvöföldum gammeldansk bráðum....
arnar valgeirsson, 5.5.2008 kl. 10:34
Þetta var nú líka alveg frábær sýning Ása, þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Mig hlakkar til að sjá hvað þið takið ykkur fyrir hendur næst.
Bjarni Magnússon, 5.5.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.