Sitthvað lætur undan

Fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna í röðum okkar Halafélaga yfir sigrinum. Í kvöld hitti ég allan hópinn og æfingar hefjast aftur. Hlakka mikið til að hitta þau. Framundan er mikil vinna og vonandi tekst bara að virkja sem allra allra flesta.

Við Guðjón fórum og skoðuðum stóra sviðið og erum svona búin að máta okkur inn í húsið. Þjóðleikhúsið er að taka á móti okkur með glæsibrag. Búið er að fara um allt hús og finna leið fyrir leikara í hjólastólum til að komast á klósett. Húsið er gamalt og barn síns tíma en þó er búið að lagfæra ýmislegt og meira er í bígerð.

Sjónvarpið okkar þoldi ekki álagið og neitar að kveikja á sér, enda munum við eflaust ekki hafa neinn tíma til að horfa á það á næstunni. Fengum þó annað gamalt þangað til við finnum eitthvað varanlegt í þeim málum. Það er ekki alveg á fjárhagsáætlun þetta árið.

Undarlegasta upplifunin var samt sú að ég vaknaði með hita í morgun. Hef ekki fengið hita í áratugi nema eftir stórar skurðaðgerðir og sýkingar. Er með hósta, hélt það væri bara eftir samveru með reykingarfólki um helgina...... Skal samt á æfingu en fresta öllu öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Hjartanlega til hamingju...spurning um að koma og sjá þetta aftur

Þráinn Sigvaldason, 7.5.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband