8.5.2008 | 23:27
Markaðsdagar - Skartgripir - Vinilplötur
Á laugardaginn milli 14 og 18 verður markaðsdagur hjá Sjálfsbjörg á höfuðborgasvæðinu, Hátúni 12. Það verður kolaportsstemming og kaffisala. Við hjónakornin ætlum að mæta ég með skartgripina mína og Örn með Vínilplöturnar sínar, ýmsir aðrir verða þarna með bása. M.a. Kristín með jurtakremin sín sem eru bara frábær. Allir velkomnir
Hér eru nýjustu afurðir í skartgripagerðinni.
Hef ekki við að afgreiða pantanir.
En á samt sitthvað í handraðanum til að selja.
Mig vantar ansi marga tíma í sólahringinn núna en þetta hefst allt saman.
Athugasemdir
Segi það sama reglulega flottir gripir, en því miður hef ég ekki efni á þeim á næstunni. Allir mínir aurar fara í Danmerkurferðina. Til hamingju með sigurinn fyrir Halaleikhópinn. Ég ætla að sjá ykkur á stóra sviðinu þegar þar að kemur. Já og gaman að heyra í þér óvænt í símanum.
Svava frá Strandbergi , 9.5.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.