Ósjálfráð viðbrögð

já ég er með brjálaðan verkkvíða yfir verki sem ég þarf að byrja á núna. Búin að fresta því alla helgina. Hvað geri ég jú fer að blogga, ósjálfráð viðbrögð, frestunarárátta.

Lopapeysa Ingimars

Annars er helgin búin að vera fín. Við hjónin tókum þátt í markaðsdegi hjá Sjálfsbjörg á laugardag og seldum bara vel. Alla vega langt yfir væntingum á vínilplötunum. Fórum með þrjá kassa fulla komum heim með tvo. Fórum svo út að borða um kvöldið fyrir afraksturinn og buðum prinsessunum okkar með. Ekki amaleg stund það.

Í gær átti minn heittelskaði svo afmæli og eyddi afmælisdeginum á æfingu á Gaukshreiðrinu. Fórum gegnum allt leikritið og merkilegt nokk, allir stóðu sig með mestu prýði og flest gekk upp. Gaman að vinna með þessum frábæru leikurum og fylgdarliði öllu. Þegar hann kom heim reyndist hann kominn með 39°c hita og var sendur beint í bólið. Meðan ég skellti í nokkrar tertur og brauðtertur. Stórfjölskyldan kom svo í kaffi í dag og kallinn var aðeins hressari. Alltaf gaman að fylla húsið af gestum.

Prinsinn fór norður á torfærukeppnin en kom í afmælið. Er himinlifandi yfir nýju lopapeysunni sem hann telur samkvæmisflík hina mestu. Hann hannaði mynstrið sjálfur en ég útfærði það og prjónaði peysuna úr léttlopa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hvenær verður frumsýniningin á Gaukshreiðrinu í Þjóðleikhúsinu, Ása Hildur?

Svava frá Strandbergi , 14.5.2008 kl. 23:02

2 identicon

Til hamingju með afmælið um daginn Addi! Og til hamingju með manninn Ása.  Annars langaði mig bara að segja að lopapeysan er ekkert smá glæsileg!!!! Ég vildi að mamma kynni/gæti/nennti að prjóna svona á mig

Ragnheiður Karítas (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Bjarni Magnússon

Ég verð nú að segja Ása, að mér þætti töluvert varið í að eiga svona peysu

Bjarni Magnússon, 19.5.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband