16.5.2008 | 21:39
Skipulagstímar
Þegar mikið er að gera er mikilvægt að skipuleggja sig vel. Mér er að takast það þessa dagana enda verkefnin næg. Pöntunum á skartgripum hefur rignt yfir mig og sig ég hálfu og heilu næturnar yfir þessu lúmska hobbýi mínu. Ekki veitir af til að hafa farareyri í Danmerkurreisuna sem nálgast óðum.
Þessa helgina eru stíf fundarhöld. Þing Sjálfsbjargar á fullu, þar sem við sitjum bæði hjónin og tökum fyrir hvert málefni á fætur öðru, öll jafn mikilvæg. Maður má hafa sig allan við að fylgjast með tillögum sem rigna yfir okkur og ályktunum um hin ýmsu brýnu hagsmunamál. Já og að tala við alla þingfulltrúana alls staðar af landinu sem er ekki síst mikilvægt. Nánar um það HÉR
Á sunnudag verða svo æfingar bæði á Gaukshreiðrinu fyrir Þjóðleikhúsið 4. júní og æfing hjá Hjólastólasveitinni fyrir Borgarleikhúsið 31. maí. Brjálað að gera sem sagt í leiklistinni, en tómt gaman.
Framundan er svo aðalfundur Halaleikhópsins og ýmislegt fleira. Já skipulag er mál málanna á minni könnu þessa dagana.
Athugasemdir
já, það fer að styttast í þessa sýningu. Þetta verður geggjað
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.