21.5.2008 | 23:25
Skrambinn
Var að fatta að umræða um bloggið mitt hefur stoppað mig í að blogga. Fékk harða gagnrýni á að skrifa ekki um neitt nema leikhúsrottulíf mitt.......
Um það snýst líf mitt meira og minna þessa dagana. Og er ég bara frekar stolt af því. Hrikalega vont þegar maður fattar að umtal stoppar mann í að tjá sig um það sem er hjartanu kærast.
Þetta er búin að vera mikil leikhúsvika hjá mér. Í gangi er mikill undirbúningur með tilheyrandi æfingum undir að mæta með sitt hvort konseptið í sitt hvort leikhúsið. Gaukshreiðrið í Þjóðleikhúsið 4. júní og Hjólastólasveitin í Borgarleikhúsið 31. maí.
Gulla vinkona gaf mér í afmælisgjöf í haust að fara með sér í leikhús og við drifum okkur loksins á sunnudagskvöldið í Borgó að sjá Dauðasyndirnar, alveg hreint frábæra sýningu sem engin leikhúsrotta ætti að láta fram hjá sér fara. Takk Gulla mín.
Í kvöld bauð Steini mágur okkur hjónakornunum svo á West side story í Garðaskóla. Þar var Jóhann Auðunn að syngja eitt aðalhlutverkið og gerði það stórkostlega vel. Hæfileikaríkur drengur það. Krakkarnir sem flest voru í 10 bekk stóðu sig upp til hópa mjög vel. Skemmtilega útfærð leikmynd, ljós, búningar, förðun og leikur flottur og ekki skemmdu fyrir margir stórgóðir söngvarar. Takk fyrir Steini og Jóhann
Athugasemdir
Mér finnst nú alltaf gaman að lesa um leikhúslífið ykkar hjóna elskan! Kannski vegna þess að við kynntumst svo vel í því stappi? Kvitt og knús elskan, og knúsaðu kallinn líka!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 23.5.2008 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.