23.5.2008 | 23:43
ég kann mig ekki
Við hjónakornin drifum okkur loks til læknis í dag, eftir að vera búin að vera í hóst samkeppni vikum saman. Enduðum bæði á sýklalyfjum og sitthvoru fleiru. Ég er með lungnabólgu og kann mig alls ekki. Bara má alls ekki vera að því að vera veik. Æfingar og undirbúningur á leiklistarsviðinu á fullu.
Fundir á fund ofan, allt í gangi í einu. Aðalfundur hjá Halaleikhópnum á morgun. Grill annað kvöld og Eurovision. Framundan er svo að yfirgefa skerið á mánudag.... Kannski fæ ég smá hvíld í útlandinu, á samt eftir að sjá mig æða ekki um allt.
Athugasemdir
Já, svei þessi lungnabólga. Ég sendi batarkveðjur
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.