9.6.2008 | 00:20
Barnabarnið er snilli ef taka má mark á einkunum
Grein | Verkefni | Vinna | Próf | Skólaeinkunn |
Íslenska | 10 | 10 | 9,5 | 10 |
Lesskilningur | 10 | |||
Lestur/framsögn | 9 | |||
Skrift | 8,5 | |||
Enska | 9 | |||
Stærðfræði | 8,5 | 9 | 9 | 9 |
Náttúrufræði | 10 | 10 | 10 | 10 |
Samfélagsfræði | 10 | 10 | 10 | 10 |
Trúarbragðafræði | 9 | |||
Heimilisfræði | 9,5 | |||
Hönnun-Smíði | 7 | |||
Textílmennt | 9 | |||
Myndmennt | 9 | |||
Sund | 8,5 | |||
Íþróttir | 9,5 | |||
Tölvur | Lokið | |||
Dans | Mj. Gott | |||
Skólasókn | 10 |
Þessi prinsessa er æði og stolt okkar hér á Sléttuveginum. Hún var hér í dag og tók til hendinni í eldhúsinu, bakaði tvo skammta af vöfflum fyrir gesti og gangandi, þó hálflasin væri.
Fórum sem sagt í húsmæðraleik hér í dag enda veitti ekki af eftir rusl og drasl sem hefur safnast upp meðan maður hefur verið á hvolfi í útlöndum og stórum leiksigrum m. m .
Í dag urðu svalirnar fyrir barðinu, gluggar þvegnir, hurðin þvegin, grillið skrúbbað og ryksugað. Gólfið var svo spúlað líka.
Grillið hefur verið trekt eftir veturinn þrátt fyrir nægt gas. Kann ekkert almennilega á þetta svo ágætu lesendur ef þið kunnið góð ráð til að hressa upp á slöpp grill og góðar hreinsunaraðferðir á þau þá endilega potið þeim hér inn í kommentin.
Efri grindin er líka orðin ryðguð, er hægt að fá nýja grind? og þá hvar? leysti það í bili með álbakka þar.
Er að fara í smá aðgerð á morgun, pollróleg yfir því. Svo til sérfræðings út að Bússunni veit að þar fæ ég mikla pínu......
Fyrsti stjórnarfundur síðan ég tók við sem formaður verður svo líka í dag. Ávallt nóg að gera.
Á miðvikudaginn verð ég svo með opið í Krika við Elliðavatn frá kl. 13.00 til 18.00 allir velkomnir í kaffi.
Athugasemdir
Minnist þess frá grillsöludögum mínum að mjög oft þurfti fólk að kaupa nýja brennara eftir veturinn. Þeir ryðga við útistöður og stíflast af því.
Stundum er kveikjan biluð og þá þarf að skipta um hana.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:43
Heklan okkar er auðvitað hreinn og klár snillingur, við vitum það nú bæði.
Bjarni Magnússon, 9.6.2008 kl. 18:39
Nohh rosalega eru þetta frábærar einkunnir!! Til hamingju með dömuna! Þetta minnir mig bara á mínar grunnskólaeinkunnir
Ragnheiður Karítas (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 22:03
Mér sýninst prinsessan sækja ýmislegt til ömmu sinnar. Til hamingju
Svava frá Strandbergi , 10.6.2008 kl. 00:39
Vá! Þetta er glæsileg frammistaða. Til hamingju með stelpuna
Heyrðu og líka til hamingju með formennskuna!
Laufey Ólafsdóttir, 19.6.2008 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.