Fuglasöngur og sæla

Fallegasta hljóð sem ég heyri hér í borginni er fuglasöngur. Í vor hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hér í kringum mig á svæði fuglanna. Hér á að bæta við enn einu hverfinu. Líka er verið að gera heilmikla hljóðmön við umferðaræðina. Ekki bætir svo úr skák að í næsta húsi er verið að færa bílastæðið við blokkina. Þannig að ekki heyrist mikið annað en skark í tækjum og tólum með tilheyrandi ryki. Í kvöld þegar ég sat aldrei þessu vant  :-) við tölvuna hljómaði svo fuglasöngur hér við gluggann minn. Aspirnar hér fyrir framan sem ég hef aldrei þolað hafa lokkað fuglapar til sín. Dásamlegt vona bara að fuglarnir fælist ekki alveg hér úr Fossvoginum þrátt fyrir mikið rask þessi árin.

Á morgun tek ég svo mína fyrstu vakt í Krikanum og hlakka mikið til. Vonandi verður ekki svona mikill hávaði þar í byggingaframkvæmdunum. Held þeim sé að mestu lokið. Og þó......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ræræ. Fuglasöngur og framkvæmdir.

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband