Gleðilega þjóðhátíð

Undanfarnir dagar hafa verið með rólegra móti hjá mér. Á svolítið erfitt með að róa mig niður og þegar það tekst þá bara nenni ég ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Hef þó verið að smá taka til á skrifstofunni minni en bunkarnir minnka hægt en þó bítandi. Hef verið að vinna úr pöntunum í skartgripagerðinni á núna bara eitt hálsmen eftir sem bíður.

Erum búin að skreppa í Krikann nokkrum sinnum og þar er allt að verða svaka fínt. Komið nýtt gólf, eldhúsinnrétting, tvö salerni ofl. ofl. svo er von á starfsmönnum Kópavogsbæjar til að gera ýmislegt flott utanhúss, eins og að hreinsa uppúr stéttinni, laga báðar bryggjurnar, fylla að húsinu og gera grasflöt, laga bílastæði, laga girðingu ofl. ofl.. Nú og svo er búið að ráða fastan starfsmann til að vera alla virka daga í sumar frá 13 til 17 svo álagið á okkur sjálfboðaliðana minnkar talsvert. Ég mun þó taka dag og dag allavega næstu tvo laugardag og kannski einhverja seinniparta.

Við hjá Halaleikhópnum auglýstum eftir leikstjóra um helgina og verður spennandi að fylgjast með hvort einhverjir sæki um. Enn á ég eftir að fá einhverja með mér í tiltekt niðrí Hala en það má bíða. Eftir að ganga frá búningum og propsi eftir Þjóðleikhúsævintýrið.

Í kvöld ætla ég að grilla lambakjöt namm namm þangað til ætla ég út í sólina í Krikanum, heyrði að það ætti að baka þar pönnukökur að íslenskum sið í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég hitti þig vonandi í Krikanum í sumar. Gleðilega þjóðhátíð.

Svava frá Strandbergi , 18.6.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband