Eitt skref enn

Hekla mín kom í heimsókn í dag með Strætó alein. Eitt skref enn í þroskanum, held að öll umræða um dýrt bensínverð og hvað það kostar að skutlast eitt og annað hafi ýtt á mína að taka þetta skref. Ekki það að hún hafi ekki kunnað þetta lengi, bara aldrei haft þörf fyrir að nota þessa hæfileika áður hingað.

Æ hún er ljósið í lífi okkar þessi prinsessa sem stækkar og þroskast hraðar en orð fá lýst. Aðalerindið hennar var samt fyndið, jú hún þurfti að fara í sturtu.....

Jú hún má ekki fara í sturtu heima hjá sér þegar hún er ein heima, þar sem þar eru ekki hitastýrð blöndunartæki, Breiðholtssundlaugin lokuð og þá var bara að skella sér milli hverfa í strætó í sturtu. Jú og í heimsókn til afa og ömmu sem glöddumst mjög. Jú sú stutta vildi vera hrein og fín fyrir kvöldið, þær systur voru að fara í matarboð til nýju kærustu pabba gamla :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, skemmtileg saga

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband