spúkí dagur

Síðasti sólahringur er búinn að vera hálf undarlegur. Byrjaði í miklum rólegheitum og endaði í rólegheitum. Þess á milli var næturheimsókn þar sem þurfti að veita áfallahjálp og knús. Hef á síðasta sólahring talað við þrjá lækna út af mismunandi tilefnum. Sumar niðurstöður úr þeim heimsóknum eru góðar aðrar slæmar og eitt tilfellið mun leiða til vísindaritgerðar að sögn sérfræðingsins. Er búin að fara í sónar (ekki ólétt) og á leið til mjög sérhæfðs sérfræðings næstu daga, sem er svo eftirsóttur að fólk bíður í hrönnum mánuðum saman eftir að komast að en ég datt á óvænt gat hjá honum sem annar læknir bókaði mig í að mér óspurði. Ekki að það sé neitt heilsuleysi í gangi í kringum mig eða drama en svona lítur þetta út þegar litið er yfir sólahringinn.

Fór svo í frábæra 50 ára afmælisveislu hjá Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu í mínum ástsæla Krika sem nú er kominn í sparifötin eftir að starfsmenn Kópavogsbæjar komu og veifuðu töfrasprota. Þar hitti ég fullt af frábæru fólki og átti yndislega stund. Verð þar frá 1 til 6 í dag og býð uppá rjómatertu og annað gúmmilaði.

Já lífið er ljúft að mestu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband