30.6.2008 | 21:49
djöfull er þetta gamaldags !!!
Sagði bóndinn þegar hann kom í svefnherbergið áðan.......
Jú jú ég var búin að setja upp þessar fínu gardínur sem ég fann uppí skáp og áður prýddu stofuna hjá mömmu og pabba í denn. Svona líka helv...flott efni sem ég hafði aldrei tímt að henda.
Ástæða þess að ég setti þær upp var ill nauðsyn ekki að mér þætti þær flottar í svefnherberginu. Nauðsyn þar sem fínu myrkvunarrúllugardínurnar biluðu. Festingin á annarri brotnaði eftir 12 ára dygga daglega notkun. Jú þær eru líka orðnar gular og ógeðslegar og tími til að endurnýja þær.
Í millitíðinni er blúndugardínunum skellt upp til að vernda einkalífið smá. Veit svo sem ekki hvað þær hylja mikið en betra en ekkert meðan hinar eru uppdataðar.
Svo illa vildi til að einmitt í dag sama dag og rúllugardínan gaf upp öndina og hrundi niður, þá var byrjað að háþrýstiþvo húsið að utan með tilheyrandi köllum í kranabíl fyrir utan gluggann og best held ég sé að verja þá fyrir svefnherbergisdramanu.
En mikið held ég það hljóti að verða erfitt að sofna í kvöld án myrkvunartjaldanna minna.
Athugasemdir
Gerðu bara eins og útlendingarnir og límdu álpappír innan á rúðurnar. Þér verður fyrirgefið einnar nætur gaman.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 1.7.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.