skrítin

já mér bara datt það í hug að ég væri kannski dálítið skrýtin þegar ég var að tilfæra í hillunum í gær og sá að ég átti í möppum merktar ártali allt bókhald, reikninga, yfirlit og slíkt síðan ég flutti hingað inn fyrir rúmum 12 árum. Á í kassa niðrí geymslu líka hellings bókhald.

Já svona fara rólegheitin með mann. Ég er farin að kíkja í neðstu hillurnar hvað þá meira. Fann reikninginn fyrir rúllugardínunum ógurlegu og sá hvar ég keypti þær á sínum tíma og fékk varahlutinn sem mig vantaði. En ekki eru þær nú komnar upp enn, fyrst þær voru komnar niður, varð ég nú að endurnýja dúkinn í þeim og komst að því að ódýrast var að kaupa tilbúnar í Ikea og taka efnið af keflunum og skipta .......

Já ýmislegt er brasað hér á bæ, þó doktorinn hafi skipað mér að halda kyrru fyrir í 4 mánuði, drottinn sá þekkir mig ekki. Fórum í gegnum milljón myndir hér í kössum og albúmum í leit að einni mynd sem fannst ekki, en fundum ýmislegt skemmtilegt annað. Tildæmis er þessi fjölskylda sérlega slæm með hin ýmsu tískuslys gegnum árin. Blessuð börnin mín hafa að eigin mati verið sérlega illa klædd og óþolandi mikið í stíl. En við hlógum mikið yfir tískumyndunum og hárgreiðslunum sem þessi familía hefur sett upp. Tómt fjör ætla samt að hlífa fjölskyldunni við að birta myndir hér úr þessum leiðangri.

Skrítnast er samt að dóttirin bauð okkur í 30 ára afmæli sitt um helgina, ég sem hélt ég væri enn 17 eða allavega ekki meira en 26..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það getur sko tekið tímana tvenna að ætla að leita að einhverri sérstakri mynd. Þá dettur maður náttúrlega ofan í myndakassann / albúmin og það verður ekki aftur snúið

Til hamingju með dótturina  (þó að þú sért u.þ.b. 4 árum yngri en hún)

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband