family :-)

Veit að ég er ekki að sinna blogginu en svona er þetta nú. Það kemur í bylgjum eins og annað. Núna er sú staða uppi í fjölskyldunni að allir bræður mínir eru á landinu á sama tíma. Einn býr hér og er nýkominn til landsins úr löngu fríi, annar býr í Noregi og skrapp heim, sá þriðji býr í s. afríku og kom heim með kokkinn sinn með sér.

Þannig að ég hef verið upptekin við að sinna fjölskyldumálum og lítið bloggað. Enda er raunin sú að ég hélt blogginu áfram á sínum tíma, þegar skólanum lauk vegna bræðranna sem búa erlendis.  Þar sem ég er afar léleg símamanneskja.

Á morgun koma svo JÓLIN eða þannig þá ætlar öll fjölskyldan að hittast hér hjá mér og eiga gæðastund saman. Er að brjóta heilann um matseðilinn þar sem aðalkokkur fjölskyldunnar verður upptekinn í Rjóðrinu á eldunartímanum.

Ég er búin að fara á Gullfoss og Geysi, Þingvöll og víðar með Loanu sem er 50 ára og er aðalkokkurinn á Greyton Lodge hótelinu sem Villi bróðir á. Hún býr í þorpi sem er fyrir litaða en aðskilnaðarstefnan er enn við líði að hluta til þarna úti. Húsakinnin eru á stærð við meðalsvefnherbergi í blokk á Íslandi. Nýlega fengu þau kalt vatn og klósett í hvert hús og rafmagn. Þegar ég labbaði gegnum þorpið í haust þá sá maður sums staðar baðkör í húsagörðum. Þau eiga ekki neitt til neins og fátæktin er mjög mikil. Loana er mjög dugleg og sinnir sínu starfi af alúð sem er meira en hægt er að segja um ansi marga þarna úti.

Því hefur það verið mikið ævintýri að flakka með hana í Smáralindina, miðbæinn, kirkjugarðinn, Perluna og víðar. Hún hefur líka fengið tækifæri til að skoða nokkur eldhús og elda á Humarhúsinu. Henni finnst þetta æðislegt. Allir hafa tekið vel á móti henni og ljóst er að hún fer mun ríkari út en hún kom. Af stað fór söfnun á Jómfrúnni og meðal vina Villa og Guðmundar og umslagið er orðið ansi feitt sem hún fær áður en hún fer. Auk þess er hún búin að fá gjafir fyrir alla fjölskylduna og samstarfsfólk já og líklega hálft þorpið. Takk fyrir öll sömul sem hafa lagt henni lið.

Fjölskyldusælan er þó ekki á enda því fram undan er svo ferðalag norður með tengdafjölskyldunni allri í brúðkaup. Stuð stuð stuð.

Mér finnst ég vera ansi heppin kona þessa dagana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband