27.7.2008 | 22:33
Töff night
Kveðjustundir eru erfiðar, það er ekki flóknar en það. Þess vegna forðast ég þær yfirleitt, segi bara bless og læt mig hverfa í hita leiksins.
Í kvöld var Villi bróðir sem býr í s. afríku með kveðjupartý þar sem fjölskylda og vinir komu saman til að kveðja hann og Loanu sem eru búin að vera hér heima í 1/2 mánuð. Partýið var gott allir í voða stuði, dans, matur og drykkir og fullt af fólki. En í hverju horni var verið að kveðjast, gráta og öfgarnar á fullu. Mikið hlegið að tómri vitleysu en þessi þungi undirtónn.
Loana sem var í fyrsta sinn að koma úr þorpinu sínu í s. afríku þar sem nýlega er komið kalt vatn og salerni í partý í 101 með öllum miðbæjarrottunum og fjölskyldunni sem hafa það svo allt öðru vísi en hún. Þekkja það ekki að hafa ekki rafmagn, vatn og hita. Loana hefur ekki síma, ekki tölvu, ekki bað, ekki þvottavél, ekki bíl ekki maka, ekki tennur, ekki menntun, ekki heilbrigðisþjónustu ekki strætó og allt það sem við teljum sjálfsagða hluti.
Hún hefur vinnu er aðalkokkurinn hjá Villa bró á Greyton Lodge, hún á þrú börn með sitthvorum kallinum og þrjú barnabörn það er allt sem hún á. Hún er svo hamingjusöm og nú er nú búin að vera hér í boði Villa og Guðmundar og allir eru búnir að gera sitt til að kynna hana fyrir Íslandi og okkar samfélagi á sinn hátt. Í kvöld komum við saman til að kveðja hana og það var hrikalega töff.
Svo var svo frábært hvernig hún tæklaði þetta hló og dansaði við fjöruga músik, og svo sat hún og grét af gleði yfir öllu sem hún hefur fengið tækifæri til að upplifa í ferðinni sem tekur enda í nótt.
Það er hreint ekki neitt grín að sitja í faðmlögum við konu sem er jafngömul mér og gráta saman af sorg og gleði á sömu stundu og hlusta á Mamma mia á fóninum.
Já kvöldið var töff.
Þó svo gott.
Dásamlegt að fá tækifæri til að vera með bræðrum mínum öllum í einu, fjölskyldunni og vinum. Vinum Villa og Kristjáni sem fær sérstakar þakkir fyrir að opna heimili sitt fyrir þeim og okkur.
Takk Kristaletta.
Í hugann koma ýmsar skrítnar hugmyndir eins og hvernig á þetta eftir að hafa áhrif á líf Leonu í framtíðinni? Hvað plöntuðum við inn hjá henni?
Gerði ég allt sem ég gat fyrir hana?
Æ mig langar núna aftur til s. afríku ............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.