11.8.2008 | 20:57
Svartur blettur á Gay Pride í ár ?
Gay Pride dagurinn hefur lengi verið uppáhalds sumardagurinn minn í Reykjavík. Ég hef hlakkað til hans og notið árum saman. Að fara og taka þátt í göngunni hefur verið dásamlegt og gangan alltaf verið æðisleg. Atriðin jú verið misjöfn en það hefur ekki verið aðalmálið heldur gleðin og samhygðin sem fer í gang. Allir sýna sínu bestu hliðar og þetta er og verður vonandi áfram frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Í ár brá mér aðeins við eitt atriðið var ekki alveg að ná því þar sem ljótleikinn virtist vera aðalmálið en ekki gleði og kærleikur. Þetta voru tvær manneskjur klæddar ósmekklega með ljóta góma uppí sér og ok ekki minn smekkur en allt í lagi með það. Hitt var að annar var í hjólastól, virtist ekki þurfa á honum að halda samt sem áður. Enda held ég að engin fötluð manneskja í dag myndi láta sjá sig á svona skrapatóli. Jú hjólastólar á Íslandi eru sem betur fer að vandaðri gerð en þetta.
Þegar ég fór svo að skoða hinar fjölmörgu myndir sem ég tók í göngunni sjá HÉR þá varð ég hálf sjokkeruð, og fór að pæla í hver boðskapur þessa tiltekna atriðis væri.
Ég get ekki séð betur en þeir séu að gera grín að fötluðum og ljótleika fötlunar. Ég er orðin blossandi reið út i þetta atriði sem mér finnst hafa skemmt annars frábæra göngu. Jú kannski aðeins ýkt en allavega sett ljótan blett á gönguna í ár.
Ég hef aðeins verið að leita á netinu en ekki fundið yfirskrift atriðanna eða hver boðskapur þeirra er hvers fyrir sig. Væri gaman að sjá það.
Hvað finnst ykkur um þetta ? Nú vil ég komment takk fyrir.
Athugasemdir
ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum en mér finnst þetta show hjá þeim vera hryllingur. bara fyrirgefið en þetta er ömurlegt að horfa á fólk klætt svona og flíka kynhneygð sinni.
en annars meintirðu ekki brúnn blettur?
fellatio, 11.8.2008 kl. 21:11
Halló halló
Þetta atriði hefur ekkert með kynhneigð að gera.
Það er svo greinilegt að hér er verið að skopast að AMY WINEHOUSE, hinnar fraægu söngkonu, sem er fræg af endemum, og er að sóa sínum frábæru hæfileikum með neyslu eiturlyfja og er inn og út af sjúkrahúsum, eins þykir hún hafa ljótasta brosíð í bransanum, vegna ljótra tanna og tannleysis, og virðist hún frekar vera seðlunum í sukk en tannviðgerðir. Það er kannski verið að benda á þá staðreynd að glamourinn er ekki allur þar sem hann er séður.
Get fullyrt (tek mér bessaleyfi) að hér er EKKI verið að gera grín að fötluðum á nein hátt. FLestir ættu að þekkja stíl AMY . Þetta er einungis skopstæling í spaugstofustílnum.
Takk frir frábærar myndir annars.
Einar Örn Einarsson, 11.8.2008 kl. 21:19
Afsakaðu innsláttarvillurnar, þetta er ritað í flýti.
Einar Örn Einarsson, 11.8.2008 kl. 21:26
Já þekki ekki Amy Winehouse og tel mig ekki þurfa að þekkja til hennar. En skil samt ekki þetta með hjólastólinn og finnst hann ekkert erindi hafa þarna nema til að særa.
Ég er ekkert að tala um kynhneigð og með eða á móti finnst það bara barnalegt hjal og lísa fellatio best sjálfum/sjálfri.
Ég kem úr fjölskyldu þar sem við virðum hvort annað óháð kynhneigð. 2 af 5 systkinum Gay og það er ekki það sem ég er að tala um heldur það að mér finnst þetta með hjólastólinn algerlega út úr kú og meiðandi fyrir þá sem á þeim þurfa að halda. Og já mínir fjölskyldumeðlimir nota líka hjólastóla svo ég veit alveg hvað ég er að tala um í þeim efnum
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:34
Hæ,hæ krúsan mín.
Ég ætla bara að leyfa mér það að vera 100% sammála þér, mér finnst þetta að öllu leyti ósmekklegt. Amy Winehouse eða ekki þá er þetta bara ljótt og eins finnst mér þá bara ljótt. Bið svo innilega að heilsa öllum í Halanum, kysstu þau og knúsaðu frá mér.
Helga Jónsdóttir
Helga Jóns (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:38
Sorrý.
Átti bara að vera ljótt einu sinni
Helga Jóns (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.