Spiladagur í Krika

Fékk þá hugdettu í vikunni að halda spiladag í Krika á morgun laugardag. Heyrði að spáin væri ekki frábær en á vaktina á morgun. Sendi út tölvupóst um hvippinn og hvappinn og bauð fólki í spilamennsku.

Ég fór áðan í Krikann og hitti nokkra félaga og mér heyrist bara á öllu að það verði sæmileg mæting. Gaman ef það tekst vel.

Allir eru velkomnir og ekki er skilda að spila eins og einn góður vinur minn spurði mig um. Svo má túlka orðið allavega held það hafi ýmsar meiningar aðrar en að spila á spil, td. má spila á hljóðfæri, búkinn eða spila með fólk svo fátt sé nefnt.

Ef þú hefur áhuga á að koma þá ertu velkominn. Kriki er sumarhús sem Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu á upp við Elliðavatn. Þar er gott rými og góður andi. 

Leiðarlýsing ef komið er upp Breiðholtsbrautina þá er keyrt upp fyrir Fellahverfið og áfram beygt svo hjá Húsasmiðjunni og farið eftir þeim vegi eins og hann liggur í hlykkjum. Þegar komið er að hringtorgi nr. 2, þessu með stuðlaberginu, þá er beygt niður að vatninu og keyrt sem leið liggur fram hjá Elliðahvammi og aðeins lengra en malbikið nær. Þá blasir við hvítt sumarhús með stórum sólpalli umhverfis og Sjálfsbjargarfáninn við hún. Verið velkomin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jaha. Ég hefði viljað mæta, en ég bara komst ekki. Ég var á ættarmóti. Sendi þó hlýjan kærleik í átt til þín

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband