Ég segi NEI við ofbeldi á konum

Ég vil hvetja ykkur til að fara á þessa síðu og skrifa undir „Segjum nei við ofbeldi“

Af hverju ætti ég að skrifa undir?
Til að hvetja ríkisstjórnir heims til að beita sér fyrir því að binda endi á ofbeldi gegn konum.

Hvað geta ríkisstjórnir heims gert?
Það hefur sýnt sig að pólitískur vilji til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum er eitt sterkasta vopnið í baráttunni. Í flestum ríkjum heims gæti bætt lagasetning, framkvæmd laga og eftirfylgni ásamt réttlátara dómskerfi minnkað ofbeldi gegn konum til muna.

Hvaða áhrif hefur það að skrifa undir?
Það hefur fiðrildaáhrif: Því fleiri undirskriftir – því sterkari skilaboð. Sterk samstaða um að ofbeldi gegn konum skuli ekki líðast skilar aukinni vitund um mikilvægi þess að sinna þessum málaflokki og hvaða lausnir standa til boða. Markmiðið er að gripið sé til aðgerða.

Hvaða átak er þetta?
Þetta er alþjóðlegt átak á vegum Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna eða UNIFEM sem hófst 25. nóvember 2007 og lýkur sama dag árið 2008. Nú þegar hafa nokkrar ríkisstjórnir skrifað undir átakið í heild sinni og þar með sýnt vilja í verki til að uppræta ofbeldi gegn konum. Nú þurfum við samstöðu til að senda út sömu hvatningu til annarra ríkisstjórna heims.

Hvað ætlið þið að gera við undirskriftirnar?
Í byrjun nóvember verður öllum íslensku undirskriftunum safnað saman og sendar í heild í alþjóðlega átakið. Markmiðið er að senda út það margar undirskriftir að eftir verði tekið. Markmiðið er að hafa fiðrildaáhrif!
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband