20.8.2008 | 20:15
Gölluð vara
Nei nei ekkert neytendaeftirlit hér núna. Bara finnst ég vera hálf utanveltu í þjóðfélaginu meðan ólympíuleikarnir og heimsmeistarakeppnin og aðrir viðlíka stóratburðir standa yfir. Ég hef engan sans fyrir þessu og í mig vantar allan áhuga, get ekki einu sinni feikað hann. Stórgölluð vara, þetta er nú ekki það eina sem alveg vantar í mig Ó nei en svona er ég bara.
Verst er þegar ég er að skipuleggja eitthvað eins og mér einni er lagið þá gleymi ég alveg að afla mér þekkingar um tímasetningar í íþróttum og allt fer í skrall þar sem hugur allra annarra íslendinga er allur við sportið.
En ég ann fólki vel að njóta þessara viðburða allra, reyni bara að láta lítið fyrir mér fara og það er sko stundum erfitt. En svona er lífði, held ég fara bara að perla
Athugasemdir
Kíki á leikanna med ödru auganu nema tegar ísl. og danir eru á skjánum.Flott handavinna á sídunni tinni.
Knús
Gudrún Hauksdótttir, 21.8.2008 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.