Löggan svara ekki síma...... fötluðum mismunað á menningarnótt

Smá fauk í mína einu sinni enn. Var að reyna að stefna saman nokkrum vinum á ákveðinn atburð á menningarnótt. 4 þeirra eru í hjólastól og alla vega einn alveg bundinn ferðaþjónustu fatlaðra.

Þegar farið var að kanna málið þá hefur ferðaþjónustan þau fyrirmæli frá lögreglunni að hún verði að skila öllum af sér við Ráðhúsið og sækja þá aftur þangað. Ég veit ekki hvort þið lesendur góðir hafið prufað að keyra ykkur sjálf í Hjólastól og það upp brekku. Það er ansi erfitt og illmögulegt langar leiðir.

Þessi tilskipun lögreglustjóra gerir það að verkum að þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda geta einungis sótt atburði neðan lækjargötu. Ég sem ætlaði með hóp í Þjóðmenningarhúsið.

Ég er búin að hringja í lögregluna ítrekað í 444-1000 og-444-1100 og það bara hringir út í báðum númerum. Ætlaði að fá nánari skýringar á þessu og kvarta. Kann ekki við að hringja í neyðarlínuna.

Þetta þarf að taka upp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sammála, Ása Hildur. Vona samt að þið hafið getað skemmt ykkur.

Svava frá Strandbergi , 24.8.2008 kl. 00:34

2 identicon

Svolítið sein athugasemd hjá mér...

Var að kenna krökkum að umgangast Neyðarlínuna í tvö ár. Það er í góðu lagi og meira en það að hafa samband við Neyðarlínuna í svona tilfellum. Þeir vilja það.

Eina sem þeir hefðu gert í þínu tilfelli er að senda símtalið áfram til réttra aðila innan lögreglunnar. Það er erfitt að ,,teppa" línuna hjá 112.
Sá sem var með mér í kynningunum í skólum í Geimálfadæminu vann hjá neyðarlínunni. Hann hvatti krakkana t.d. til þess að prófa að hringja í neyðarlínuna. Gerði hann þetta viljandi til þess að númer eitt, að krakkarnir yrðu ekki hræddir að hringja í neyðarlínuna á ögurstundu og númer tvö að það yrði ekki eins spennandi að hringja í neyðarlínunna til að vera með platútköll...

Langaði til þess að koma þessu á framfæri án þess þó samt að ég sé að afsaka það afhverju þeir svöruðu ekki hjá lögreglunni.

Árni Sal. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband