Kem lúin undan helginni

Vaknaði skökk og skæld í morgun. Má svo sem sjálfri mér um kenna eins og oft áður. Þetta er alltaf eilífur línudans við skrokkinn, hann fylgir ekki alltaf huganum. Annars tók ég menninganóttina ansi rólega. Kúrðum fram eftir degi, fengum góða vini í innlit og svo kom Hekla í næturgistingu með fínu spangirnar sínar.

Drifum okkur að sjá Hund í óskilum í Þjóðmenningarhúsinu um kvöldið. Vorum talsvert á báðum áttum þar sem mjög svo misvísandi skilaboð komu frá löggunni um aðgengi fatlaðra um miðbæinn. Ákváðum að taka sjensinn og sjá hvert við kæmumst. Og vitir menn löggan hleypti okkur á bílnum inn á lokuðu svæðin svo við gátum keyrt upp að húsinu og fengum stæði þar. Þjóðmenningarhúsið með öllum sínum tröppum er líka með þessum fínu lyftum hér og þar svo þetta gekk allt áfallalaust.

Hundur í óskilum var svo alger glimrandi snilld. Ég hló eins og vitleysingur allan tímann, uppátækin í þessum piltum voru óborganleg. Hápunkturinn var þegar þeir spiluðu Heims um ból á hækju. Algert konfekt. Fengum svo stúkustæði við Sæbrautina og nutum flugeldasýningarinnar. Það tók svo ekkert svo langan tíma að komast úr bænum.

Feðgarnir rifu sig svo upp fyrir allar aldir til að fara í handboltamorgunverðarboð en við Hekla ákváðum að sofa frekar út enda gersneyddar áhuga.

Í gær var svo tiltektardagur niðrí leikhúsinu okkar litla þar sem allt var á tjá og tundri. Mætingin var nú ekki góð enda kannski ekki við því að búast. En dugnaðurinn gríðarlegur í þeim sem komu og afrakstur dagsins þónokkur, þó ekki sjái alveg fyrir endann á tiltektinni. Finn hressilega fyrir þessu í skrokknum núna. En það lagast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sæl kæra bloggvinkona.Er á leid til íslands og verd voda upptekin en kíkji audvitad á póstinn og bloggid.Ef ég get verid eithvad ad lidi tegar tú ert á ferdinni í Dianalund tá hóaru bara.

Knús á tig inn í góda viku

Gudrún Hauksdótttir, 26.8.2008 kl. 06:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband