Ennþá lúin

Já það er bölvuð þreyta í skrokknum, held það sé bara veðrið. Því vikan hefur verið venju fremur róleg, nema það séu rólegheitin sem fara svona í mig. Hver veit.

Á laugardaginn milli 1 og 6 verð ég á síðustu vaktinni í Krika þetta sumarið. Endilega kíkið við.

Á mánudaginn ætla ég svo að fara á flakk með mínu ástkæra ferðafélagi Víðsýn, stefnt er á 5 daga heimsókn í kærleiksríkasta samfélag á Íslandi og þó víðar væri leitað, Sólheima í Grímsnesi þar sem við ætlum að dekra hvort við annað og iðka allskyns heilsusamlegt líferni.

Vonandi verð ég hress eftir það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband