Forréttindagellan bloggar frá Sólheimum

Ég er forréttindagella. Dvel þessa vikuna í æðislegasta samfélagi á Íslandi að Sólheimum í Grímsnesi. Hér er kærleikur, ást og umhyggja í fyrirrúmi. Engar klukkur til að reka á eftir manni. Við bíðum bara eftir að kirkjuklukkan hringi 12 þá förum við í mat í rólegheitunum. Við erum hér saman 10 manna hópur úr Ferðafélaginu Víðsýn okkur til heilsueflingar. Dveljum á gistiheimilinu og fáum svo að taka þátt í daglegu lífi íbúa hér á staðnum. Erum líka með okkar dagskrá. Hér er farið í leikfimi 1 - 2 sinnum á dag, Ella sér um Abbaleikfimi á morgnana. Ég sé svo um sundleikfimi seinnipartinn í litlu sætu lauginni hér. Við fengum fyrirlestur um vinnustellingar áðan. Ég er búin að vinna á leirkeraverkstæði og í kertagerðinni. Æðislegt að fá að taka þátt með fólkinu.

Í gærkvöldi var minn hópur með Mexíkó kvöld þar sem við spiluðum Mexíkómúsík, elduðum mexíkanskan mat og vorum með eldheitan fordrykk, skreyttum allt með appelsínugulu og Björn hélt fyrirlestur um menningu Mexíkóana fyrr á öldum. Gaman gaman.

Ég er búin að fá fótsnyrtingu, herðanudd, litun og plokkun og allskyns dekur sem við veitum hvort öðru hér. Fullt af gönguferðum í þessu yndislega umhverfi. Hópurinn er mjög góður og samstilltur og við erum öll að komast á Sólheimatíma hér. Rólegheit og uppbygging í fyrirrúmi.

Í kvöld er súpukvöld hér á kaffihúsinu og ælum við að taka þátt í því. Síðan verður Bingó hjá okkur. Á morgun höldum við svo að Heklusetri eh. þar sem við fáum leiðsögn um svæðið og lúxusmat á hótel Leirubakka áður en haldið verður heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ert listræn og flott.

ringo (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband