Til hamingju með daginn Hekla mín

Sigrún Ósk, Örn og Hekla í sínu fínasta pússi

Í dag er barnabarnið 11 ára. Þetta ljós sem kom inn í líf okkar ömmu og afalinganna á tíma þar sem lífið var orðið ansi erfitt og tilgangslaust. Hún kom eins og kölluð og hefur verið mikil ömmu og afastelpa frá fra fyrstu stundu. Ótrúlegt að það séu komin 11 ár síðan. Henni hefur tekist að vekja með okkur vonir um betri framtíð og skapað líf og fjör í kringum okkur.

Hekla er algert ljós, kann varla að vera óþæg,  henni gengur flest vel sem hún tekur sér fyrir hendur og gengur vel í skólanum. Hún er ýmsum hæfileikum búin og spennandi verður að vita hvernig hún mun rækta þá með sér áfram.

Í dag ætlar hún að bjóða okkur í kvöldmat, ég hlakka svo til. Á myndinni hér að ofan er hún ásamt Sigrúnu Ósk móður sinni og Erni afa fyrir utan Akureyrarkirkju í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Til hamingju

Ísdrottningin, 6.9.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, hamingjuóskir til Heklu. leikkonu svona m.a.....

arnar valgeirsson, 7.9.2008 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband