smá líf í minni

Haustið er komið og lífið gengur sinn vanagang. Eins og hjá velflestum félagsmálafríkum tók við heilmikið fundarstúss eftir verslunarmannahelgi til að skipuleggja vetrardagskrána. Þar sem ég kem víða við og af einhverjum dularfullum orsökum er í hinum ýmsu stjórnum og nefndum, þannig að dagskráin hefur verið þétt skipuð milli þess sem ég hef verið í sjúkraþjálfun til að halda skútunni gangandi. Alltaf tekur sú þjálfun nýjar hæðir og nú er svo komið að tveir sjúkraþjálfarar skipta mér á milli sín og alltaf finnst eitthvað nýtt og nýjar aðferðir prufaðar, undantekningarlaust mjög sársaukafullar. Nú er sá tími sem skila þarf inn styrkumsóknum víða og er það mikil vinna sem þarf að vanda vel til. Ekki veitir af í „kreppunni“ eflaust verður erfitt að sækja fjármagn til menningarviðburða í vetur. Hef minni áhyggjur af aðsókn, held að fólk fari og lyfti sér upp í vetur.

Framundan eru meiri fundir og ráðstefna. Eitthvað að fæðast í læknadeildinni og fjölskyldan til í veturinn, farin að prjóna til jólagjafa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Knús og innlits kvitt.

Svava frá Strandbergi , 23.9.2008 kl. 14:26

2 identicon

Hæ Ása Hildur!

Datt bara í hug að heilsa upp á þig, hef ekki séð þig í ja, sennilega 7 ár frá því að ég hætti í grúppunni.  Tíminn líður.  Kíki stundum á bloggið þitt og hef gaman af.  Flott föndur/handavinna hjá þér.

Kær kveðja

Svava

Svava Theodórsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband