Lifi byltingin

Þannig var tilfinningin þegar ég gekk út af Grand Hóteli í dag þar sem ég sat ásamt 170 manns á ráðstefnu um Notendastýrða þjónustu. Frábær ráðstefna þar sem talsverð vitundarvakning fór í gang. Fyrir mér er þetta ekki ný hugsun, hef spáð í þetta síðan 2003 þegar ég var send á ráðstefnu um sama málefni til Stokkhólms. Þá var reyndar bara verið að tala um geðfatlaða. Í dag voru gestir frá Norðurlöndunum og héðan frá Íslandi sem sögðu frá reynslu sinni af hinum ýmsu hliðum þessa mikilvæga máls. Þau voru öll frábær og ég held að allir hafi farið fullir eldmóðs út í daginn og ég spái byltingu í þessum málum næstu árin hér á landi.

Sjá nánari upplýsingar um þessi mál hér:

http://www.fotlunarfraedi.hi.is/page/rif_fotl_not_thjon

og hér:

http://www.sjalfsbjorg.is/user/cat/show/66/379/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Alltaf fyllist madur eldmódi tegar vel er tekid á málunum og eftir svona fundi.

Knús á tig inn í gódann sunnudag.

Gudrún Hauksdótttir, 28.9.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband