bloggleti og aktífhed

já bloggletin er mikil þessa dagana. Hugurinn er meira og minna annarsstaðar og ekki vil ég setja allt á bloggið ennþá. Ýmislegt er að gerast í mínu lífi og sjáum til hvernig það þróast.

Vikan hefur venju fremur helgast að ráðstefnu sl. laugardag um notenda stýrða þjónustu sem er réttilega andstæðan við þjónustu stýrðan notanda sem við erum því miður í dag. Á fimmtudag var málþing um nýja sjúkratryggingakerfið og kostnaðarvæðingu heilbrigðiskerfinsins  og í dag var aðalfundur Öryrkjabandalagsins. Sem sagt mikil fundarhöld og líka jú æfingar hjá Hjólastólasveitinni sem brilleraði í morgun á Grand og er að undirbúa stórt gigg í Iðnó í nóv. nánara plögg síðar.

Já og ekki má gleyma óborganlegu ferðalagi sem ég lenti óvart í þegar fyrsti snjórinn kom og var klst. að komast leið sem ég annars er vön að taka á 10 mín. mjög áhrifaríkt að vera stopp spólandi á sumardekkjunum á fjölförnustu götum borgarinnar. Skellti vetrardekkjunum undir daginn eftir og þakkaði guði fyrir að kvöldævintýrið endaði vel. Aldrei hef ég sett vetrardekk eins snemma undir bílinn og jú sjaldan verið um leið eins háð honum eða eiginlega samt ekki ég heldur fjölskyldan.

Bull bull og bloggleti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er alltaf svo spennandi tegar eithvad er ad gerast í lífi manns......Svona láttu tad koma ..Madur er svo forvitinn

nei nei ég get alveg hamid mig......

En gott ad tú komst heil heim á sumardekkjunum.

Tad er allt vittlaust ad gera hjá tér kona ..tad er svo gaman.

fadmlag á tig hédan úr rigningunni í

Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 5.10.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæl.   oooo ´´eg er svo forvitinn, þoli ekki þegar fólk fer með hálf kveðnar vísur. Ok þú lofar að segja frá seinna.  Eins gott að þú komst heil heim.  Vandræði með húsnæði fyrir sýningu dýrðlingsins.  Er að vinna í málunum.  Hann sendir þér kveðju til baka.  knús og krúttkveðjur.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: Ísdrottningin

Saknaði þín á laugardaginn

Ísdrottningin, 8.10.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband