Um mig í kreppunni

Ég fór ekki og keypti 20 kg. af hveiti og 10 kg. af sykri

Ég fór ekki á Krepputorgið

Ég er fréttasjúk og bíð eftir næsta blaðamannafundi

Ég á enga innistæðu í bönkum landsins

Ég reyni að vera bjartsýn

Ég hamstra ekki

Ég er ekki farin að kaupa jólagjafir

Eða jólasteikina

Ég fór í þolpróf í gær og kom svona ljómandi vel út úr því þrátt fyrir......

Ég fór líka í lifrarbólgusprautu og flensusprautu í fyrradag

Ég fór í saumaklúbb í gærkvöldi og prjónaði af miklum móð

Ég ætla að fara að undirbúa ferðir Víðsýnar næsta ár svo við höfum eitthvað að hlakka til

Ég ætla í partý á laugardaginn

Ég er lukkunnar pamfíll þrátt fyrir fréttasýkina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tetta hljómar eithvad svo vodalega vel hjá tér.

ertu ad fara til Afríku? Ég spyr vegna lifrarbólgu sprautunnar.

Eigdu áfram svona gódar stundir mín kæra.

Gudrún Hauksdótttir, 8.10.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ása' á heima á klapplandi. Hvatningarkveðjur.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 8.10.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Frábært Ása, þetta verður allt í lagi

Vilborg Valgarðsdóttir, 8.10.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband