Í dag

Fór í sjúkraþjálfun þar sem tilraun var gerð til að slíta af mér hausinn

Borðaði kjötsúpu í hádeginu og fékk hrásalat með (franskur kokkur)

Kannaði vegalengdina milli Friedrichshafen og Basel

Sótti Heklu í skólann

Fór í Bónus og verslaði í fulla 4 poka fyrir rúmar 12.000 kr.

Móðgaðist

Keyrði Heklu í dans

Fór í 45 mín göngutúr um Laugardalinn

Fór í apótek

Svaraði mínum heittelskaða sem hélt að ég væri týnd

Fékk meiri íslenskan mat í kvöld

Er að kálast í verkjum í grindinni

Hætti að vera móðguð

Hlakka til morgundagsins

Er bjartsýn og glöð inní mér þrátt fyrir ástandið á skrokknum og í efnahagslífinu

Er ekki á leið til Afríku, varð bara að klára lifrabólgubólusetninguna svo dugi næstu 20 árin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Akkuru varstu móðguð?

Sigrún Ósk Arnardóttir, 8.10.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband