Leikhúsrottan komin í stuð

Loksins er nóvember kominn, búin að hlakka lengi til. Þá hófst nýtt leiktímabil hjá okkur í Halaleikhópnum. 1. samlestur var á laugardaginn og það var metþátttaka. Leikhúsfiðringur í öllum kroppnum og bara mjög gaman.

Nú erum við að byrja æfingar á Karnivali úr Shakesperarsverkum þar sem Þrettándakvöld er uppistaðan en líka atriði úr Draum á Jónsmessunótt og Hinrik 4. Þessu er fléttað saman með músík af Þresti Guðbjartssyni sem leikstýrir okkur í vetur.

Hann var snöggur til og kastaði í flest hlutverk í gær, það er alltaf mikil spenna kringum það. Mér líst vel á hópinn í ár. Enn vantar þó tvo leikara og óska ég eftir þeim, karl og konu í bitastæð hlutverk.

Svo virðist vera sem minn heittelskaði sé orðinn hertogi og strax farinn að haga sér sem slíkur, veit ekki alveg hvernig ég á að taka á því heimafyrir. Jú og svo bað leikstjórinn hann um að safna skeggi, líst illa á það en allt fyrir leiklistina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hvad gerir madur ekki fyrir frægdina????

Eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 5.11.2008 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband