dari dari dey

Ég er ekki alveg hætt á blogginu þó lítið komi inn þessa dagana og svo verður næstu vikurnar líka. Er í miklum önnum í leiklistinni. Hjólastólasveitin fór í velheppnaða leikferð til Selfoss á laugardaginn. Þar sem Leikfélaga Selfoss stjanaði við okkur. Og sunnlendingar tóku okkur vel. Mjög skemmtilegt að vinna með svona frjóu fólki, þessi ferð var liður í heimildarmyndinni sem við erum að taka um hvernig Hjólastólasveitin tæklar aðgengi í félagsheimilum vítt og breytt um landið.

Svo er allt á fullu hjá Halaleikhópnum þar sem við stefnum að frumsýningu 31. jan. n.k. Þar eru æfingar á fullu og alls kyns stjórnunarstörf og saumaskapur sem lendir á mínum herðum.

Á morgun fer ég svo í dagdeildarprógramm á Reykjalundi svo það er nóg að gera á mínum bæ þessa dagana fyrir utan hefðbundið stúss. Nú væri gott að hafa aðeins fleiri klst. í sólahringnum og orku í að vinna þá alla ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband